Saga fyrirtækis

Malbikun KM ehf var stofnað árið 1998 af Kristjáni B. Árnasyni og Margréti Stefánsdóttur. Eins og nafnið gefur til kynna byggist megin starfsemi fyrirtækisins upp á malbikunarframkvæmdum og verkefnum því tengdu. Einnig tekur fyrirtækið að sér jarðvinnuverkefni, snjómokstur og fleira.

Malbikun KM á einnig eignarhluti í bikgeymslustöðinni Nesbik og Malbikunarstöðinni Norðurbik.

Malbikun KM hefur unnið að stórum sem smáum malbikunarverkefnum víða um land auk þess að sinna öðrum sérhæfðari verkum.

Dæmi um fjölbreytileika verka:

  • Malbikun á Akureyrarflugvelli og  Óshliðargöngum í samvinnu með Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf
  • Drottningarbraut fyrir Vegagerðina
  • Hlaupabrautir á Sauðárkróki og Laugum í Reykjadal
  • Plan við Glerártorg
  • Kúabik lagt á Fjós við Syðri-Bægisá
  • Keppnis og æfingabrautir fyrir Hesta
  • Dúkklæðningar í jarðgöngum
  • Ýmsar viðgerðir o.s.frv.
  • Snjómokstur á Akureyri og nágrenni
  • Snjómokstur fyrir Vegagerðina

Malbikun KM vinnur að mestu út frá starfsstöð sinni á Akureyri en hefur auk þessa farið víða um landið til að sinna malbikunarverkefnum með færanlegri malbikunarstöð. Sem dæmi um staði og sveitarfélög þar sem fyrirtækið hefur unnið að verkefnum má nefna Snæfellsnes, Ísafjörð, Blönduós, Dalvík, Sauðárkrók, Húsavík, Siglufjörð, Mývatnssveit, Vopnafjörð, Egilstaði, Reyðarfjörð og fleiri staði. 

Snjómokstur er stór þáttur í rekstri fyrirtækisins og taka vetrarverkefni við þegar kólnar og vetur skellur á.

Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins hafa verið  Vegagerðin og bæjarfélög á norður og norðausturlandi,

Malbikun KM hefur verið hvað þektast fyrir góðan frágang og vönduð vinnubrögð auk þess að veita snögga þjónusu. En fyrirtækið og starfsmenn þess búa yfir mikilli reynslu.

Heilsársstarfsmenn eru 8 talsins en á sumrin er bætt við starfsfólki tímabundið.

Malbikun KM er í vottunarferli(D-vottun) á gæðakerfi sitt frá Samtökum Iðnaðarins en sífellt er gerð meiri og meiri krafa um að verktakafyrirtæki hafi slíka vottun til að mega sinna verkefnum fyrir fyrirtæki og opinbera aðila.